Log in

+354 821-4620 SENDA PÓST

Super User

Website URL:

Skoðun með dróna

Drónar, flygildi eða fjarstýrð loftför allt eftir því hvað hver vill nefna þetta fyrirbrigði.

Skoðunarstofan kýs að kalla þetta einfaldlega dróna. Drón (drone) má nýta til margskonar verkefna s.s. skoðun á ýmiskonar byggingarhlutum sem erfitt er að komast að eða það er einfaldlega einfaldara að setja drón á flug.

Við getum nefnt sem dæmi:

·         Er komin tími til að mála þakið.

·         Eru komnir ryðblettir í þakið og eða aðrar skemmdir.

·         Eru þakrennur stíflaðar.

·         Eru aðskotahlutir í þakniðurföllum.

·         Eru gluggar á efri hæðum farnir að skemmast eða þarfnast þeir málunnar.

·         Eru skotrennur við kvisti farnar að ryðga.

·         Er gaman að eiga myndir eða videó af sumarbústarlandi t.d. fyrir gróðursetningu.

·         Skoða girðingar um land eða lóðir.

Þannig má lengi telja og er listinn ótæmandi.

Skoðunarstofan býður skoðun með drón,  öll verkefni eru skoðuð með tilliti til reglugerðar um

„fjarðstýrð loftför“  og hvert verkefnið er.

Skoðun með drón sem ætlað er að að varpa ljósi á ástand hússins að utan, s.s.

Þak, þakrennur og glugga er á hagkvæmu verði kr. 30.000.-  að meðtöldum virðisaukaskatti. Flugmaður drónans er matsmaður þegar þannig verkefni eru, hann metur einnig ástand þess sem skoðað er, gefur út einfalda skýrslu með völdum myndum og umsögn um aðgerðir sem nauðsyn er á.

Videó og skýrslan er síðan send (eða sendur linkur) á netfang matsbeiðanda eftir greiðslu fyrir verkið..

Einföld flugferð til skoðunar og mats á ástandi þess sem skoðað er, vídeomyndir teknar og sent til matsbeiðanda óunnin en ekki skýrsla kostar kr. 20.000.- með virðisaukaskatti.

Frekari upplýsingar er að fá í síma Skoðunarstofunnar eða í verkbeiðnakerfi hennar hér á síðunni. 

Öll verð eru miðuð við skoðun innan  höfuðborgarsvæðis.

Aðrar skoðanir með drón eru verðmetnar fyrir hvert verk.

Lesa áfram

Um skoðunarstofuna

Forsvarsmaður skodunarstofan.is er Örvar Ingólfsson húsasmíðameistari, löggiltur aðili í gerð eignaskiptayfirlýsinga og Matsfræðingur.

Hann hefur lokið diplómanámi frá Háskólanum í Reykjavík sem Matsfræðingur. Í því námi eru

eftirfarandi áfangar.

Heiti:

  • Skoðun fasteigna I
  • Skoðun fasteigna II
  • Kostnaðarmat og kostnaðaráætlanir
  • Kostnaðarmat II
  • Tjónamat
  • Dómsmat
  • Matstækni/Lokaverkefni


Einnig hefur hann lokið matstækninámi frá Háskóla Íslands og húsasmíðameistaranámi frá Meistaraskólanum. Allir starfsmenn eru Skoðunarmenn fasteigna eða meira menntaðir frá HR eða HÍ.

Félagi í M.F.Í. og Félagi matsfæðinga

 

Lesa áfram
Subscribe to this RSS feed

Hafa samband

Farsími: 821-4620 

Sími: 587-7120

Email: skodun@skodunarstofan.is

Log in or Sign up